„Þeir voru snöggir að gera við skipið," segir Ari Axel Jónsson hjá Dregg á Akureyri en flutningaskipið Axel sem er í eigu
dótturfélags fyrirtækisins skemmdist í lok liðins ár er það strandaði í innsiglingunni við Hornafjörð. Skipinu var siglt til
Akureyrar eftir að það losnaði af strandstað, þar sem fram fór bráðabrigðaviðgerð á botni skipsins. Frá Akureyri var skipinu
svo siglt til Kleipeda í Litháen. „Þeir settu mikinn mannskap í verkefnið, líklega 50 manns og þetta var bara drifið af."
"Ég á von á skipið verði til um mánaðamótin, það verður lestað úti og siglir svo hingað heim," segir Ari. Verkið segir
hann að hafi gengið einstaklega vel og í leiðinni voru unnin ýmis verk til viðbótar, „svona til að nýta tímann," segir hann og var
ánægður með frammistöðu heimamanna í Litháen, „enda liggur okkur á að fá skipið í gagnið sem fyrst."