Víða hættuástand vegna grýlukerta

Eftir að hitastigið á Akureyri fór yfir frostmark hefur víða  skapast hættuástand fyrir gangandi vegfarendur, þar sem stór grýlukerti hanga nú í þakskeggjum fjölmargra húsa. Þegar þau svo losna og falla niður er víst eins gott að enginn verði fyrir þeim á jörðu niðri. Einnig geta bíleigendur orðið fyrir tjóni, leggi þeir of nærri húsum þar sem grýlukerti gætu losnað. Slökkviliðsmenn á Akureyri voru mættir á körfubílnum í Skipagötuna nú fyrir stundu og hreinsuðu grýlukerti af þakskeggjum, enda var þar hættuástand fyrir gangandi vegfarendur.

Nýjast