Utanríkisráðherra á fundi á Hótel KEA í kvöld

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra býður til fundar með flokksfólki og stuðningsmönnum á Akureyri í kvöld á Hótel KEA og hefst fundurinn kl. 20.00. Það er skammt stórra högga í milli í fundahöldum á Hótel KEA. Í gærkvöld fundaði Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins með sínu stuðningsfólki og var fundurinn ágætlega sóttur.

Nýjast