Unnið að lengingu Oddeyrarbryggju

Árni Helgason verktaki í Ólafsfirði og hans menn eru byrjaðir að reka niður stálþil í lengingu Oddeyrarbryggju á Akureyri. Árni átti lægsta tilboð í verkið, sem hljóðaði upp á rúmar 34 milljónir króna. Reka á niður 60 metra langt stálþil, staga það og fylla að í þessum áfanga. Að því loknu verður viðlegukanturinn við Oddeyrarbryggju rúmlega 200 metra langur. Verkinu á að vera lokið á vordögum.

Nýjast