Ungverskur leikmaður til liðs við KA

KA- menn hafa fengið aukinn liðsstyrk í 1. deild karla í knattspyrnu en í vikunni gekk ungverski leikmaðurinn Gyula Horvarth til liðs við félagið. Gyula er 33 ára gamall og lék síðast með liði í heimalandi sínu í Ungverjalandi. Hjá KA hittir hann tvo samlanda sína sem þar eru fyrir en það eru þeir Matus Sandor, markvörður, og varnarjaxlinn Norbert Farkas.

Þá hefur varnarmaðurinn Baldvin Ólafsson verið sendur á láni til annarrar deildar liðs Magna frá Grenivík það sem eftir lifir tímabilsins, en Baldvini hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliði KA.

Nýjast