Lögreglan á Akureyri þurfti um hádegisbilið í gær að hafa afskipti af þremur 14 ára drengjum sem tóku bíl frá heimili
eins þeirra í óleyfi og fóru í bíltúr um bæinn.
Lögreglan veitti ferð drengjanna fyrst athygli þegar bifreiðinni var ekið upp á kantstein rétt hjá lögreglubíl við
Núpasíðu. Þegar lögreglan ætlaði að fara að athuga með drengina þá gáf bílstjórinn allt í botn og ók
hratt upp að raðhúsi en missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á kantsteini sem brotnaði. Bíllinn rann
áfram og lenti í hliðinni á mannlausum bíl sem var lagt upp við raðhúsið. Drengirnir þrír reyndu að stinga af frá vettvangi
en gáfust fljótlega upp. Engin slys urðu á fólki en bílarnir tveir eru talsvert skemmdir.