Framkvæmdráð Akureyrar hefur hafnað erindi frá Ástu Birgisdóttur formanni Sundfélagsins Óðins, þar sem hún sótti um
styrki til handa tveimur sundkonum vegna íþróttaiðkunar, sem nemur launum vinnuskólans yfir sumarið.
Framkvæmdaráð hafnaði erindinu sem fyrr segir en vísaði því til umræðu íþróttaráði. Sundkonurnar sem hér
um ræðir eru þær Elín Erla Káradóttir og Bryndís Rún Hansen.