Umhverfisnefnd Akureyrar vill ræða efnistöku úr Eyjafjarðará

Halldór Pétursson sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun mætti á fund umhverfisnefndar Akureyrar fyrir helgi og fór yfir niðurstöður skoðunar sinnar á landbroti á bakka vestustu kvíslar Eyjafjarðarár.  

Í bókun umhverfisnefndar kemur fram að ekki virðist vera ástæða til aðgerða nú en fylgst verður vel með framgangi rofsins. Nauðsynlegt er að taka upp viðræður við Eyjafjarðarsveit um efnistöku úr Eyjafjarðará og var forstöðumanni umhverfismála falið að boða sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar á næsta fund nefndarinnar.

Nýjast