Slippurinn Akureyri hefur gert samning um umfangsmiklar endurbætur á togara af minni gerðinni, sem er í eigu rússneskra aðila en þeir ætla að nota
hann sem rannsóknarskip. Rússarnir keyptu togarann af grænlenskum aðilum en hann hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn undanfarin þrjú ár.
Togarinn hét áður Helga Björg og var gerður út frá Skagaströnd. Nótaskipið Súlan EA sótti togarinn til Hafnarfjarðar og
dró hann norður til Akureyrar. Skipin komu til bæjarins sl. þriðjudagsmorgun og eru starfsmenn Slippsins þegar farnir að vinna um borð.