Tveir fluttir á sjúkrahús eftir útafakstur í Eyjafjarðarsveit

Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild FSA eftir að fólksbifreið hafnaði utan vegar við bæinn Gröf í Eyjafjarðarsveit á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn fór út af veginum og hafnaði á hjólunum úti í skurði, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Meiðsli þeirra sem voru í bílnum eru ekki talin alvarleg og ekki kom til þess að beita þyrfti klippum við að ná þeim út úr bílnum eins og talið var í fyrstu. Bíllinn er hins vegar mjög illa farinn ef ekki ónýtur. Alls voru sendir fjórir bílar frá Slökkviliði Akureyrar á vettvang, þar af tveir sjúkrabílar og tækjabíll.

Nýjast