11. september, 2007 - 22:27
Tvær veltur ökutækja áttu sér stað í kvöld í nágrenni Akureyrarbæjar og í bæði skiptin voru ökutækin ekki á venjulegum akstursgötum. Á æfingasvæði KKA í Hlíðarfjalli valt fjórhjól og var ökumaður fluttur á slysadeild en ekki talinn alvarlega slasaður. Í hinu tilfellinu valt jeppi á sandspyrnubraut við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit. Þrír voru í jeppanum og voru þeir allir í bílbeltum. Tveir þeirra voru fluttir lítið slasaðir á sjúkrahús en bíllinn er talinn ónýtur.