Tillaga að deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotfélags í Glerárdal samþykkt

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni tillögu meirihluta skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotfélags í Glerárdal. Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins.  

Meirihluti skipulagsnefndar lagði til við bæjarstjórn að loknum uppkaupum landskika verði deiliskipulagstillagan samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar. Jóhannes Árnason greiddi atkvæði gegn tillögunni í skipulagsnefnd.

Nýjast