Þorsteinn Þorvaldsson hefur gengið til liðs við Magna á nýjan leik en hann yfirgaf félagið síðasta haust og gekk til liðs við KA.
Þetta eru góðar fréttir fyrir Magna en Þorsteinn var algjör lykilmaður í liðinu í fyrrasumar og skoraði sjö mörk í
2.deildinni.
Hann var markahæsti leikmaður liðsins í fyrra og átti stóran þátt í því að Magni hélt sér uppi. Magni hefur
leik í 2. deildinni á morgun þegar þeir taka á móti Tindastól í Grenivík. Hefst leikurinn kl 20:00.