Fyrstu deildar lið Þórs í knattspyrnu lagði í gær þriðjudeildarlið Dalvíkur/Reynis á sannfærandi hátt 6-1 í Powerademótinu í knattspyrnu. Þórsarar telfdu fram ungu liði í þessum leik en það kom ekki að sök því að þeir yfirspiluðu andstæðinga sína löngum stundum.
Mark Dalvíkur/Reynis skoraði Halldór R. Halldórsson en mörk Þórs skoruðu; Víkingur Pálmason, Sigurður Kristjánsson, Kristján Sigurólason, Kristján Magnússon, Einar Sigþórsson og Frans Veigar Garðarsson.