Þór/KA sigruðu B-deild Lengjubikars kvenna en það varð ljóst í kvöld þegar lið Fjölnis gerði aðeins jafntefli við lið Þróttara, en Fjölnir var eina liðið sem átti möguleika á að ná Þór/KA að stigum fyrir síðustu umferðina.
Norðanstelpur unnu sigur á HK/Víkingi í gær 1-0 og höfðu þriggja stiga forystu á Fjölni fyrir kvöldið, en Þór/KA stelpur höfðu mun betri markatölu fyrir leikinn í kvöld og hefðu Fjölnisstúlkur þurft að vinna í kvöld með átta mörkum til að hirða fyrsta sætið.
Þetta er annað árið í röð sem stelpurnar í Þór/KA vinna Lengjubikarinn