Þór/KA áfram í bikarnum

Þórs/KA stelpur komust áfram í VISA-bikarkeppni kvenna sl. fimmtudagskvöld þegar liðið lagði Völsung frá Húsavík á Húsavíkurvelli á ævintýralegan hátt en liðið lék án fyrirliðans, Rakel Hönnudóttur, sem var upptekinn með kvennalandsliði Íslands í Serbíu.

Guðlaug Jónsdóttir kom Völsungi yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Sú staða hélst allt fram að 93. mínútu eða þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá jafnaði Bojana Besic metin fyrir Þórs/KA stelpur. Staðan því jöfn 1-1 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að grípa til framlegingar.

Þar höfðu gestirnir betur og Rakel Óla Sigmundsdóttir skoraði sigurmarkið á 108. mínútu. Sætur sigur hjá Þórs/KA stelpum og eru þær komnar áfram í aðra umferð í bikarnum.

Nýjast