Þjónusta við aldraða góð á Akureyri að mati bæjarbúa

Rúmlega 60% bæjarbúa telja að þjónusta bæjarins við aldraða á Akureyri sé frekar góð eða mjög góð, samkvæmt könnum sem Capacent Gallaup gerði fyrir Akureyrarbæ. Alls 52,5% aðspurðra sögu að þjónusta við aldraða væri frekar góð og 8,5% sögu að þjónuastan væri mjög góð. Rúmlega 24% töldu þjónustuna hvorki góða eða slæma og þá sögu 10.4% aðspurðra að þjónustan væri frekar slæm og 4,2% að hún væri mjög slæm. Einnig var spurt í könnuninni: Hefur þú nýtt þér þjónustu einhverra eftirtalinna stofnana Akureyrarbæjar frá áramótum? Flestir nefndu Amtsbókasafnið, eða 46,6%, Sundlaug Akureyrar nefndu 41,5%, tæplega 24% nefndu Strætisvagna Akureyrar og 15,6% nefndu þjónustuanddyri í Ráðhúsi. Rúm 28% aðspurðra höfðu ekki nýtt sér þjónustu þessara stofana.

Einnig var spurt í könnuninni: Hefur þú nýtt þér einhver af eftirtöldum útivistarsvæðum á sl. 12 mánuðum. Tæplega 78% þeirra sem svöruðu nefndu Kjarnaskóg, 22% Naustaborgir, 21,3% Óshólma Eyjafjarðarár, 16,4% Glerárdal, 15% Krossanesborgir en rúm 19% höfðu ekki nýtt sér þessi svæði. Könnunin varð gerð á tímabilinu 26. mars til 7. apríl sl. og var um að ræða síma- og netkönnun. Úrtakið var 1029 manns á Akureyri, 16-75 ára, handhófsvalið úr þjóðskrá og úr viðhorfshópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 58,8%.

Nýjast