Þjálfari liðsins Dragan Stojanovic var ágætlega sáttur við leikinn þrátt fyrir tap. "Við vorum bara ekki mætt til leiks fyrsta korterið og það var erfitt að rífa sig upp úr því að lenda 3-0 undir, en við vorum að spila við besta lið landsins og ég var ágætlega sáttur við síðasta hálftímann í leiknum, þá spiluðu við okkar bolta og þá var þetta ekkert erfitt" sagði Dragan.
Liðið tekur á móti KR á mánudaginn 19.maí.