Leikur Þórs og Vals fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum í byrjun leiks en lítið var um marktækifæri á báða bóga. Besti færi fyrri hálfleiks áttu heimamenn þegar Hreinn Hringsson var allt í einu kominn einn á móti markmanni Vals eftir mistök í vörn gestanna en þrumaði boltanum yfir markið. Staðan markalaus í hálfleik.
Í seinni hálfleik tóku Valsmenn fljótlega öll völd í leiknum og Árni Skaptason í marki Þórs þurfti oft að taka á honum stóra sínum. Besta færi heimamanna í seinni hálfleik kom á 76. mínútu þegar þeir fengu dæmda aukaspyrnu rétt fyrir utan teig gestanna. Aleksandar Linta tók spyrnuna en gott skot hans fór rétt yfir markið. Það var svo á 90. mínútu leiksins að Valsmenn náðu að knýja fram sigur með marki frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni þegar hann náði góðu skoti í þverslánna og inn. Óverjandi fyrir Árna Skaptason í marki Þórs sem átti fínan leik.
Lokatölur á Akureyrarvelli naumur 1-0 sigur Vals en Þórsarar geta verið stoltir af sínu liði enda að spila við núverandi Íslandsmeistara.