Fyrsta mark leiksins kom á 26. mínútu þegar Atli Heimisson komst inn í slaka sendingu frá Lárusi Orra Sigurðssyni í vörn Þórs og þrumaði boltanum í netið og kom Eyjamönnum í eitt núll. Aðeins fjórum mínútum síðar var Atli Heimisson rekinn útaf fyrir að brjóta á markmanni Þórs. ÍBV lék því einum manni færri meirihluta leiksins. En Þórsarar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og á 38. mínútu kom Andri Ólafsson Eyjamönnum í tvö núll. Staðan í hálfleik 0-2.
Þórsarar náðu tvívegis að koma boltanum í netið í seinni hálfleik en bæði mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu. Lokatölur 0-2 fyrir ÍBV.