Þau verkefni sem Vaxtarsamningurinn samþykkti í dag að taka þátt í eru:
Akureyrarstofa Komdu norður 1.000.000
Pharmarctica ehf. Nýjungar í lyfjaframleiðslu 2.000.000
Draumasetrið Skuggsjá Draumar í Eyjafirði 750.000
Hlíðarfjall ehf. Svifbraut 2.000.000
Formula Iceland ehf. Motorgames.eu 2.000.000
Stöng - sumarhús ehf. Haust- og vetrarveiðiferðir 1.000.000
Sounds ehf. Valhalla Studio 2.000.000
Norðanflug ehf. Norðanflug ehf. 2.000.000
Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi Beint flug 2.000.000
Matur úr héraði - Local food 3.000.000
Samtals 17.750.000
Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, segist ánægður með þær umsóknir sem bárust að þessu sinni og bendir á að hér sé um að ræða fyrstu úthlutun af þremur á þessu ári. "Þau verkefni sem við tökum nú þátt í eru fjölbreytt, bæði stór og smá, hrein nýsköpunarverkefni og einnig verkefni sem komin eru á legg og unnið er að uppbyggingu á. Markmiðið með nýgerðum Vaxtarsamningi fyrir næstu þrjú ár er einmitt að tryggja að sem fjölbreyttust verkefni eigi möguleika á þátttöku samningsins. Það tryggir fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu á svæðinu og vöxt til framtíðar og mér sýnist hafa tekist vel til hvað þessi markmið varðar," segir Hjalti Páll Þórarinsson.