Svifryksmælirinn á Akureyri hefur verið bilaður síðan í byrjun febrúar og því eru ekki til neinar tölur yfir svifryk í loftinu
frá þeim tíma til þessa dags að sögn Alfreðs Schiöth, heilbrigðistfulltrúa Norðurlands eystra. „Vissulega er það bagalegt
að svona stórt gat komi í mælingarnar, sérstaklega í ljósi þess að verið að er að prófa nýjar hálkuvarnir og
gott hefði verið að sjá hvaða áhrif þær hafa," sagði Alfreð.
Bót í máli er þó að varahlutir í mælinn eru væntanlegir frá Bandaríkjunum og því ætti mælirinn að
komast í gagnið innan skamms. Þá hefur Akureyrarbær einnig fest kaup á nýjum svifryksmæli sem væntanlegur er til landsins á
næstunni.