Stangaveiðifélag Akureyrar, SVAK, átti tvö hæstu tilboðin í veiði á hinu rómaða urriðasvæði Laxár í
Mývatnssveit en í báðum tilvikum var um frávikstilboð að ræða. Um er að ræða tilboð í 5 ára leigu á
svæðinu og átti Bragi Blumenstein hæsta tilboðið fyrir utan frávikstilboðin, 285 milljónir króna.
Alls bárust 10 tilboð bárust frá sjö aðilum, en auk þess skilaði einn "auðu" eins og segir á heimasíðu SVAK.
Frávikstilboðin frá SVAK hljóðuðu upp á 325 milljónir króna og 330 milljónir króna. Veiðifélag Laxár og
Krákár kemur svo saman til fundar eftir viku og fjallar um tilboðin.
Tilboðin fyrir 5 ára leigu á svæðinu voru sem hér segir:
Pétur K. Pétursson.. kr. 151.600.000
Pétur K. Pétursson.. kr. 234.080.000 - frávikstilboð
H&S Ísland ehf....... kr. 253.120.000
Orri Vigfússon........ kr. 250.522.725
"Fyrirtækið"........... kr. 200.500.000
SVFR.................... kr. 253.000.000
SVAK.................... kr. 225.000.000
SVAK.................... kr. 325.000.000 - frávikstilboð A
SVAK.................... kr. 330.000.000 - frávikstilboð B
Bragi Blumenstein.. kr. 285.000.000