Vegna markamuns má telja líklegt að Þór/KA nægi jafntefli til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni en í viðtali í Vikudegi í dag segir Dragan Stojanovic að lið hans muni ekki treysta á slíkt. Ekkert annað en sigur komi til greina hjá Þór/KA.
Leikurinn hefst kl. 17:30 á Akureyrarvellinum og þrátt fyrir að veðrið sé ekki gott þá er um að gera að skella sér á völlinn og styðja við stelpurnar. Boðið er upp á kaffi og með því í hálfleik.