Stofnfé SPNOR aukið um 2,7 milljarða króna

Á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðlendinga (SPNOR) á dögunum var samþykkt samhljóða að auka stofnfé sjóðsins um 2,7 milljarða króna að nafnvirði. Alls eiga um 135 aðilar hlut í sjóðnum, þó misjafnlega stóran. Þetta þýðir að stofnfjáreigandi sem á 1% hlut er að auka hlut sinn um 27 milljónir króna. Áður hafði verið samþykkt að auka stofnfé sjóðsins um 235 milljónir króna, í tengslum við fyrirhugaðan samruna SPNOR og Byr sparisjóðs, þar sem hlutur stofnfjáreigenda í SPNOR verður 9,5% í sameiginlegum sjóði. Örn Arnar Óskarsson sparissjóðsstjóri SPNOR segist í samtali við Vikudag, skilja þá umræðu sem hefur verið í gangi, að á Akureyri sé að verða til enn eitt útibúið. Hann sér þó frekar fyrir sér að starfsemin á Akureyri verði efld enn frekar. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi í gær.

Nýjast