Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri hefur sent frá ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að taka skelegga afstöðu
gegn hryðjuverkum Ísraels á Gasa. Framferði þeirra í garð varnarlausrar þjóðar er mannkyninu til skammar og ef þessu framferði linnir
ekki ætti að taka það til alvarlegrar skoðunar að breyta stjórnmálalegri afstöðu Íslands til Ísraelsríkis, segir ennfremur
í ályktuninni. Málefni Palestínu og ástandið í Miðausturlöndum hefur verið til umæðu og í fréttum.
Ástandið þar er hræðilegt og réttur borgara Palestínu er fótum troðinn.
Konur, börn og gamalmenni þjást þar á degi hverjum. Samfélagið er hrunið og lífskjör og lífsskilyrði eru hræðileg.
Umheimurinn hefur sýnt tómlæti og hefur látið Ísrael nánast óráreitt við iðju sína, þar sem öflugt herveldi
fær að níðast á og fótumtroða nágranna sína. Viðbrögð umheimsins eru máttlaus og valda áhyggjum, segir ennfremur
í tilkynningu frá stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri.