Stálu fjölmörgum reiðhjólum

Unglingspiltar á Akureyri hafa orðið uppvísir af því að stela fjölda reiðhjóla í bænum. Eftir ábendingu frá árvökulum bæjarbúa, sem þóttist þekkja hjólið sitt, sem einn piltanna var á, var farið heim til eins þeirra. Þar fundust fjölmörg reiðhjól úti í garði, sem piltarnir áttu erfitt með að gera grein fyrir, samkæmt upplýsingum frá lögreglu. Málið er í rannsókn.

Nýjast