Slökkviliðsmenn á Akureyri komu roskinni konu til hjálpar í gærkvöld, áður en hún skaðaðist af reyk, sem lagði um
íbúð hennar og fram á stigagang fjölbýlishússins.
Stúlka sem býr við ganginn fann reykjarlykt og kallaði slökkvilið á vettvang. Konan hafði verið að baka brauð og lagt það á
eldavélina en uggði ekki að því að straumur var á hellunni. Gekk hún svo til náða og vaknaði við slökkviliðsmennina, sem
reykræstu íbúðina. Þetta kemur fram á fréttavef Vísis.