Sláttur er hafinn í Eyjafirði

Sláttur er hafinn í Eyjafirði en í morgun var farið að slá hjá Herði Snorrasyni bónda í Hvammi í Eyjafjarðarsveit, skammt sunnan Akureyrar. Hörður segir það vera með fyrra fallinu, fyrir fáum árum byrjaði hann slátt 5. júní en aldrei áður jafn snemma og í ár. Grasspretta hefur verið mjög góð í hlýindunum að undanförnu og styttist í að sláttur hefjist almennt í Eyjafjarðarsveit.

Nýjast