Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar vill tryggja umferðaröryggi gangandi vegfarenda

Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum í vikunni að beina því til sveitarstjórnar að hún beiti sér tafarlaust fyrir því að tryggja umferðaröryggi gangandi vegfarenda á Eyjafjarðarbraut vestri við Hrafnagilsskóla og Krummakot. Verði efnistaka úr Þveráreyrum efri, vegna lengingar flugbrautar, óumflýjanleg beinir skólanefnd þeim tilmælum til sveitastjórnar að tafarlaust verði ráðist í framkvæmd við undirgöng núverandi vegar við Hrafnagilsskóla eða flutning á Eyjafjarðarbraut vestri í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Nýjast