Sjálfsmatsaðferðir grunnskóla á Akureyri fá misjafna einkunn

Á fundi skólanefndar Akureyrar nýlega var tekið fyrir erindi frá Menntamálaráðuneytinu þar sem tilkynntar eru niðurstöður úttektar ráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum Brekkuskóla, Lundarskóla, Hlíðarskóla og Grunnskólans í Hrísey. Þar kemur fram að samkvæmt viðmiðum ráðuneytisins telst framkvæmd sjálfsmats í Lundarskóla og Grunnskólanum í Hrísey fullnægjandi að hluta og sjálfsmatsaðferðir fullnægjandi að hluta. Í Brekkuskóla og Hlíðarskóla teljast sjálfsmatsaðferðir skólanna ófullnægjandi. Menntamálaráðuneytið óskaði jafnframt eftir því að áætlun um úrbætur berist því fyrir 2. apríl 2008. Skólanefnd samþykkti að fela fræðslustjóra að gera áætlun um úrbætur í samráði við viðkomandi skólastjóra og senda til menntamálaráðuneytisins fyrir 2. apríl nk.

Nýjast