Silvía Rán Sigurðardóttir sem leikið hefur með knattspyrnuliði Þór/KA undanfarið skrifaði undir nýjan samning við
félagið í vikunni. Silvía sem er fædd árið 1992 gerði tveggja ára samning við félagið.
Hún bætist þar með í fríðan hóp knattspyrnukvenna sem undanfarið hafa gert nýjan samning við liðið.