Sigur hjá Þór um helgina en tap hjá KA

Þór vann góðan heimasigur á liði Fjarðabyggðar þegar liðin áttust við á Akureyrarvelli í gærdag í sjöundu umferð 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Það var Aleksandar Linta sem skoraði eina mark leiksins sjö mínútum fyrir leikslok. 

Á sama tíma tapaði KA 0-1 fyrir toppliði ÍBV á Hásteinsvelli í Eyjum. Atli Heimisson skoraði mark Eyjamanna á 66. mínútu. KA situr í áttunda sæti deildarinnar með átta stig en Þór er sæti ofar með níu stig.

Þá töpuðu Þórs/KA stúlkur sínum öðrum leik í röð í dag þegar liðið tapaði 0-1 gegn Aftureldingu í Landsbankardeild kvenna en leikið var á Varmárvelli. Þór/KA situr í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki.

Nýjast