Í tilefni af alþjóðlegri samkirkjulegri bænaviku héldu trúfélög á Akureyri sameiginlega samkomu í Akureyrarkirkju í
gærkvöld. Séra Björgvin Snorrason, prestur Aðventista í Hafnarfirði og á Suðurnesjum prédikaði og söngfólk frá
söfnuðunum á Akureyri kom fram. Seinni partinn í dag, föstudag, var svo farin farin blysför frá Akureyrarkirkju að Kirkjubæ við
Ráðhústorg þar sem þátttakendur frá hinum ýmsu trúfélögum komu saman en alls tóku um 40 manns þátt í
dagskránni í dag.