Sævar Árnason sem þjálfað hefur karlalið Akureyrar í handbolta undanfarið ásamt Rúnari Sigtryggssyni er hættur með liðið.
Það verða þó nokkrar breytingar á liðinu næsta haust en ljóst er að Magnús Stefánsson spilar ekki meira með liðinu en hann
spilar að öllum líkindum með Fram næsta haust.
Fleiri breytingar gætu orðið á liðinu en í samtali við Rúnar Sigtryggsson er verið að spyrjast fyrir um Einar Loga Friðjónsson.
"Það eru félög frá Þýskalandi að spyrjast fyrir um Einar, segir Rúnar. Það gæti því verið nokkuð breytt
lið sem Akureyringar mæta með næsta haust.