Ráðstefna um andleg mál

Sálarrannsóknarfélag Akureyrar heldur ráðstefnu um andleg mál í Brekkuskóla um næstu helgi, 5.-6. október, undir yfirskriftinni: Á milli himins og jarðar. Á föstudagskvöld verður ýmislegt forvitnilegt í boði og er Brynjólfur Snorrason á meðal þeirra sem fram koma. Á laugardagsmorgun verður Halla Stefánsdóttir jógaleiðbeinandi með óvænta uppákomu, Magnús Skarphéðinsson flytur erindi um sálarrannsóknir á Íslandi, ennfremur verður ýmis spámiðlun, lestur, heilun og fleira. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður undir dyggri stjórn Óskars Péturssonar og fleiri óvæntar uppákomur. Allir eru velkomnir á ráðstefnuna en mikilvægt að fólk skrái sig sem fyrst. Skráning fer fram símum 462 7677, 461 2147, 866 2484 og á saloak.is

Nýjast