Gamanleikarinn Bjarni Haukur Þórsson, sem áður fór á kostum í "Hellisbúanum", sýnir leikrit sitt PABBINN í KA-heimilinu laugardaginn 22. mars næstkomandi.
Gamanverkið Pabbinn hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í rúmlega ár og fengið frábæra dóma. Leikverkið er einleikur eða „one-man-show" þar sem Bjarni Haukur bregður sér í ýmissa kvikinda líki og veltir því fyrir sér hvað það er að vera pabbi.
Leikstjóri Pabbans, Sigurður Sigurjónsson, ætti að vera öllum Íslendingum vel kunnur enda verið fastagestur á skjám landsmanna með Spaugstofunni. Því má búast við miklum hlátri þegar þessir tveir gamanleikarar vinna saman.
Miðasala fer fram í Eymundsson á Glerártorgi og hefst hún fimmtudaginn 6. mars og kostar miðinn 3500 kr.