05. febrúar, 2008 - 09:39
Landssamband hestamannafélaga heldur ráðstefnu á Akureyri um öryggis- og skipulagsmál hestamanna þann 8. febrúar nk. Ráðstefnan
verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 16.30. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um öryggismál
hestamanna í ljósi tíðra slysa á hestamönnum undanfarið og þeirrar staðreyndar að stöðugt þrengir að svæðum
hestamanna við þéttbýli sem hefur skapað aukna slysahættu.
Ráðstefnunni er ætlað að ræða um og skilgreina áhættuþætti í þessu sambandi og hvernig hægt er að vinna að
skipulagsmálum hestamanna til framtíðar m.t.t. öryggissjónarmiða.