Opið í Hlíðarfjalli og aðstæður með besta móti

Skíðasvæðiðið í Hlíðarfjalli er opið í dag frá kl. 10-17. Veður er eins og best verður á kosið 5 gráðu frost og sól og skíðafærið mjög gott, troðinn þurr snjór. Það hefur snjóað töluvert síðustu daga og hafa snjóalög ekki verið eins góð í mörg ár. Þá stendur yfir í Hlíðarfjalli um helgina  Unglingameistaramót Íslands á skíðum. Keppendur eru rúmlega 200 talsins á aldrinum 13-16 ára, auk þess sem fjöldi þjálfara, fararstjóra, foreldra fylgja keppendunum. Þá eru starfsmenn mótsins yfir 100. Mótið hófst í gær og því lýkur á morgun.

Nýjast