Ökumenn minntir á að fara varlega í umferðinni

Bílaklúbbur Akureyrar ásamt Akureyrarbæ og stuðningsaðilum sínum hefur nú komið upp tveimur gámum við Glerárgötu og Drottningarbraut til að minna ökumenn og þátttakendur í Bíladögum 2008 á að fara nú varlega í umferðinni. Bíladagar á Akureyri hafa þróast undanfarin ár í að verða langstærsta mótorsport hátíð landsins og búast skipuleggjendur hátíðarinnar við 10-12 þús manns í bæinn. Bíladagar fara fram dagana 13-17 júní og eru skipulagðir viðburðir alla daga. AIM eða Akureyri International Musicfestival mun einnig fara fram sömu daga og því ljóst að um nóg verður að vera á Akureyri þessa daga.

Nýjast