Oddur óskar eftir yfirliti yfir allar launagreiðslur til bæjarfulltrúa

Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-lista, lista fólksins lagði fram erindi á fundi bæjarráðs í morgun, þar sem hann óskar eftir því að fá yfirlit yfir allar greiðslur sem Akureyrarbær hefur greitt bæjarfulltrúum á árinu 2007.

"Ég óska eftir að þær verði sundurliðaðar á hvern bæjarfulltrúa þ.e. bæjarfulltrúalaun, bæjarráðslaun, nefndarlaun fastanefnda, nefndarlaun vinnunefnda og verkefnishópa, dagpeninga og ferðastyrki, önnur laun og aðrar greiðslur. Ég óska eftir að yfirlitið verði lagt fram sem fyrst," segir Oddur Helgi í erindi sínu.

Nýjast