Nýtt merki Akureyrarstofu kynnt og nýr vefur opnaður

Nýtt merki Akureyrarstofu var kynnt í nýársteiti í Ketilhúsinu í gær og við sama tækifæri var nýr kynningarvefur, visitakureyri.is opnaður. Akureyrarstofu var komið á laggirnar á vordögum 2007 en hún tók við hlutverki menningarmálanefndar, hlutverki stjórnsýslunefndar í markaðs- og kynningarmálum og hlutverki bæjarráðs í ferða- og atvinnumálum. Það var Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu sem opnaði nýja kynningarvefinn en merki Akureyrarstofu er eftir Þórhall Kristjánsson.

Nýjast