Nýr framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar

Erla Björg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra SÍMEY, Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, frá og með 1. maí nk. Erla Björg er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá SÍMEY frá árinu 2003, en starfaði einnig sem verktaki í verkefnum fyrir SÍMEY frá 2002-2003. Þá sat hún í stjórn SÍMEY frá 2001-2002. Áður en Erla Björg réð sig til SÍMEY starfaði hún að starfsmannastjórnun hjá KEA og dótturfyfirtækjum.

Nýjast