Ný orlofshús að rísa á Akureyri

Nokkur orlofshús eru nú að rísa á svæði sunnan við Sjúkrahúsið á Akureyri en það er fyrirtækið Sæluhús á Akureyri sem er eigandi húsanna. "Fyrirtækið mun sjá um að leigja húsin út til ferðamanna, stéttarfélaga og þeirra sem óska," segir Njáll Trausti Friðbertsson forsvarsmaður fyrirtækisins. Hann segir að í maí í vor verði fyrstu húsin tilbúin en í þessum fyrsta áfanga eru 10 hús. Á næstu þremur árum mun húsunum svo fjölga og verða þau orðin 22 talsins þegar framkvæmdum er lokið.

Nýjast