14. október, 2007 - 11:08
Nýtt húsnæði athvarfsins Lautar verður tekið formlega í notkun í dag. Laut er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er rekið undir merkjum Rauða kross Íslands en rekstraraðilar auk Akureyrardeildar RKÍ eru Akureyrarbær og Geðverndarfélag Akureyrar og nágrennis. Laut var áður til húsa í Þingvallastræti 32 en hefur nú flutt starfsemi sína að Brekkugötu 34 á Akureyri þar sem leikskólinn Klappir var áður til húsa.
Húsið verður öllum til sýnis milli klukkan 12 og 16 í dag en formleg dagskrá hefst klukkan 14.