10. nóvember, 2007 - 10:23
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt og eitthvað um hávaða og læti, eins og varðstjóri orðaði það en skemmtanahald fór þó að mestu friðsamlega fram. Tveir menn, sem lent höfðu í einhverjum hasar, fengu þó að gista fangageymslur í nótt. Mikil hálka er á götum Akureyrar og reyndar víða um land og er ástæða til að hvetja vegfarendur til að fara varlega.