Möguleikar fólgnir í góðri djúpri höfn í hjarta bæjarins

Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir bæjarfulltrúar VG lögðu fram bókun á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær vegna framtíðarskipulags við Torfunef. Þar benda þau á möguleika sem fólgnir eru í góðri djúpri höfn í hjarta bæjarins. "Það að reka niður stálþil við Torfunef þar sem stór skip, skútur og bátar geta legið gefur mörg framtíðartækifæri tengd atvinnu- og tómstundalífi. Jafnvel er hægt að byggja bryggjur sem þjóni sem viðlegukantar fyrir menningarminjar og ferðaþjónustufley, svo sem Húna II og gömul sögufræg skip Landhelgisgæslunnar, flotans og Slysavarnafélagsins. Þau Baldvin og Kristín telja að kanna eigi alla möguleika til að hafa bryggjur og viðleguból í "Dokkinni" við Torfunef og kanna í því skyni hvort "síki" verði tengt því, eða alfarið aflagt. "Við bendum á sívaxandi möguleika í ferðaþjónustu og íþróttum með siglingum eða minjum og menningarverðmætum tengdum siglingum og aðstöðu við sjóinn."

Nýjast