Óvenju margar umsóknir bárust um styrk úr Menningarsjóði Akureyrar, eða 39 alls. Ein umsókn hafði borist um styrk úr
Húsverndarsjóði í vikunni en umsóknarfestur um styrk úr honum rann út í gær, laugardag. „Ég held að það verði
ekki annað sagt en að fjöldinn beri þess skýr merki að menningin er á fullri ferð í bænum," segir Hulda Sif Hermannsdóttir
verkefnastjóri hjá Akureyrarstofu.
Hún segir að umsóknir séu af margvíslegu tagi, þó nokkrar tengist myndlist, tónlist er líka áberandi, en greinilegt sé að
t.d. kórar ætli sér að verða á faraldfæti á næstunni í söngferðum, þá kenni ýmissa grasa í hópi
umsókna. Nefnd sem úthlutar styrkjum kemur saman í vikunni en til úthlutunar úr Menningarsjóði er 1,5 milljónir króna. Styrkjum úr
Menningarsjóði er úthlutað tvisvar á ári, næst verður það í haust.