Málþing um loftslagsbreytingar

Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri, í samstarfi við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, stendur fyrir málþingi um loftlagsbreytingar á morgun, 11. október, í Ketilhúsinu á Akureyri klukkan 14-17. Handhafi Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2006, Færeyingurinn, rithöfundurinn og prófessorinn Bogi Hansen, er aðalfyrirlesari málþingsins. Auk Boga mæta til leiks Árni Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar, Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, Steingrímur Jónsson, prófessor í haffræði við HA og sérfræðingur við Hafrannsóknastofnunina, og Héðinn Valdimarsson, sérfræðingur við Hafrannsóknastofnunina, Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur Veðurstofu Íslands og Hjalti Jón Sveinsson, formaður Umhverfisnefndar.

Nýjast