Magni sem spilar í 2. deild hefur fengið enn frekari liðsstyrk fyrir sumarið en Ungverski leikmaðurinn Laszlo Szilagyi hefur ákveðið að ganga til liðs
við félagið. Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur spilað í Ungaverjalandi síðastliðin ár. Stutt er síðan Þorsteinn
Þorvaldsson gekk til liðs við félagið.
Laszlo verður að öllum líkindum í leikmannahópnum í kvöld þegar Magni fær Tindastól í heimsókn í fyrstu
umferð 2. deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 20:00.